fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Einar Bárðarson furðar sig á nýju uppnefni: „Ég hef nú verið kallaður ýmislegt í kommentakerfunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 17:58

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef nú verið kallaður ýmislegt í kommentakerfunum og læt það ekki trufla mig. En í dag er ég sagður fera Zion-isti í kommentakerfi DV. Hvað er að vera Zion-isti?“ spyr Einar Bárðarson, undrandi yfir ummælum undir samantekt DV þar sem Einar Bárðarson og Laufey Helga Guðmundsdóttir sögðu álit sitt væntanlegum úrslitum í undankeppni Eurovision hér á landi. Einar Bárðar taldi að Friðrik Ómar væri eini keppandinn sem gæti ógnað Hatara. Ekki lýsti Einar yfir neinum pólitískum skoðunum í greininni. Hins vegar eru margir andvígir því að keppnin sé haldin í Ísrael vegna framferðis Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum. Í þeim anda skrifar Róbert Logi Benediktsson undir fréttina:

„Einar og Laufey eru greinilega Zionistar.“

Yfir þessu klórar Einar sér í kollinum en FB-vinir hans takast á um skilgreiningu á orðinu Zionisti. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, skrifar:

„Vinur Ísraels, amk ekki hatursmaður þess. Ég er kallaður þetta líka. Velkominn í klúbbinn.“

Söngvaskáldið góðkunna, Svavar Knútur leggur einnig orð í belg:

Ég myndi nú ekki segja að Zionisti þýði vinur Ísraels. Vinir eru þeir sem til vamms segja. Þetta orð vísar til þeirra sem styðja við þá stefnu að Ísrael sé útvaldið land fyrir gyðinga eingöngu og þeir séu í fullum rétti að tortíma Palestínu-Aröbum. Í breiðara samhengi og rasískara vísar þetta til einhvers ímyndaðs alheimsgyðingasamsæris. Fyrri merkingin er raunhæfari og á sér notagildi, rétt eins og Islamisti og Nasisti eiga við um viðlíka stefnur á grundvelli Islam og Hvítrar þjóðernishyggju. 
Skýring Björns Inga er því miður mjög tæp. Að því sögðu, þá held ég að þú sért eins fjarri því að vera Zionisti eins og hægt er að hugsa sér elsku Einar“

Sem nærri má geta er Björn Ingi ekki sammála Svavari Knúti en sá síðarnefndi telur uppnefnið á Einari Bárðarsyni vera ómaklegt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim