fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Seltirningar uggandi vegna dularfullra manna: „Eins og hann væri að senda skilaboð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 12:21

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurn ugg hefur sótt að íbúum hins friðsæla bæjar Seltjarnarness undanfarið vegna dularfullra mannaferða og hátternis. Mennirnir hafa tíðkað að taka myndir af húsum í kvöldmyrkri og fælast ef íbúar veita þeim athygli.

Kona ein skrifar um þetta í Facebook-hópinn Íbúar á Seltjarnarnesi:

„Nágrannavarsla og grunsamlegar mannaferðir: Nágranni úr Mýrunum kom við í þessu og sagði mér frá því að hann hefði tekið eftir grunsamlegum mannaferðum á horni Selbrautar og Skerjabrautar fyrr í kvöld. Tveir menn voru að vappa um á horninu takandi myndir af Selbraut 1 og hugsanlega fleiri húsum/bílum. Þeir fældust við það að þessi nágranni veitti þeim athygli og fylgist með þeim. Ég hef tilkynnt þetta til lögreglu. Lögreglan ráðleggur okkur sem verðum vör við grunsamlegar mannaferðir að taka myndir, taka vel eftir útliti, klæðnaði, farartæki osfrv til að geta lýst fyrir lögrelgu og hringja STRAX í 112.
Stöndum saman gegn innbrotum!“

Önnur kona í hverfinu birti óskýra ljósmynd af mönnunum og skrifaði:

„Þessir tveir voru að taka myndir af húsum og bílum á skerjabrautinni fyrir ca 10 mín síðan. Voru ekki lúmskir með það.“

Nágranni hennar varð fyrir sérkennilegri framkomu dularfulls manns í svartri úlpu og skrifar sú kona:

„Er verið að selja eitthvað á nesinu? Það var bankað hjá mèr en svaraði ekki fór út í glugga þetta var maður í svartri úlpu og stóð á bílaplaninu í svona 3 mínútur og eins og hann væri að senda skilaboð og tók myndir. Er á Melabrautinni.“

Íbúar óttast að menn kunni að vera að undirbúa innbrot með þessu snuðri og ljósmyndunum og kemur það fram í umræðum þeirra. Atvikin virðast hafa átt sér stað í gærkvöld. Ekki er vitað til þess að nein innbrot hafi átt sér stað í hverfinu í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim