fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Talinn hafa ætlað að dreifa fíkniefnunum á Vestjörðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 09:09

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann í Ísafjarðardjúpi aðfaranótt miðvikudags, en maðurinn var að koma akandi frá höfuðborgarsvæðinu. Við leit í bifreiðinni fundust um hundrað grömm af kannabisefnum, nánar tiltekið marijúana.

„Í ljósi efnismagnsins leikur grunur um að efnin hafi átt að fara í dreifingu á norðanverðum Vestfjörðum. Í þágu rannsóknar málsins framkvæmdi lögreglan húsleitir í tveimur húsum á Ísafirði og annar maður var handtekinn og yfirheyrður. Mönnunum hefur nú verið sleppt. Málið mun síðan fara til ákvörðunar hjá ákærusviði embættisins,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem minnir einnig fólk á að koma ábendingum til lögreglu um allt sem tengist fíkniefnum.

„Hægt er að tilkynna það með hringingu til lögreglunnar, í síma 444 0400, með tilkynningu í skilaboðum á facebooksíðu lögreglunnar eða með því að hringja í upplýsingasímsvara lögreglunnar í síma 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið hverjum þeim sem kemur slíkum upplýsingum á framfæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim