Leit að manninum sem talið er að hafi farið í Ölfusá mánudaginn 25. febrúar hefur verið formlega hætt. Eftirlit verður með ánni næstu daga en fyrirhugað er að setja fullan þunga í leitina aftur um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn heitir Páll Mar Guðjónsson. Er hann fæddur 28. júlí 1968, til heimilis að Stekkholti 11 á Selfossi. Hann er ókvæntur og barnlaus. Aðstandendur hans vilja þakka viðbragðsaðilum umfangsmikið og óeigingjarnt starf við leitina.