fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Kýldi sambýliskonu sína í andlitið – lagði fram vottorð um þunglyndi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Þann 13. mars árið 2017 tók hann hana föstu taki með báðum höndum og reif hana úr peysunni. Því næst dró hann konuna á hárinu með þeim afleiðingum að hún hlaut sár á framhandlegg. Þann 17. október kýldi hann konuna með krepptum hnefa í andlitið svo hún kastaðist aftur fyrir sig og skall með höfuðið í gólfið. Hlaut konan skurð á enni við árásina.

Ákærði játaði sök fyrir dómi. Fyrir dómi var lagt fram vottorð geðlæknis þess efnis að árásarmaðurinn hefði þjáðst af þunglyndi. Í vottorðinu segir:

„[Ákærði] hefur glímt við þunglyndi lengi og komið til undirritaðs til meðferðar á lækningastofu reglulega frá febrúar 2017. Hann hefur ýmist komið einn eða með sambýliskonu sinni. Þau hafa komið saman og í sitt hvoru lagi undanfarið og það er gott samkomulag milli þeirra nú og hann er styðjandi við hana vegna andlegra veikinda hennar. Hann hefur verið miður sín vegna atviksins sem hann er sakaður um, hún óttast hann ekki og bæði hafa þau náð nokkrum árangri og bata og ekkert hefur komið fram sem bendir til að hætta sé á endurtekningu brots.“

Maðurinn játaði brot sitt og lýsti yfir iðrun. Hann hefur ekki áður komist í kast við lögin. Niðurstaðan var sú að hann var dæmdur í fimm ára fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára. Hann var dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á ríflega 200 þúsund krónur.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim