fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Tekinn með amfetamínvökva í gjafaumbúðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn á máli sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar karlmaður á fimmtugsaldri var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með 900 millilítra af amfetamínvöka í farangrinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér í morgun.

Þar segir að tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað för mannsins  við komu hans til landsins frá Póllandi.  Amfetamínvökvinn var í flösku sem hann hafði búið um í gjafaumbúðum. Maðurinn, sem var handtekinn í kjölfarið, er af erlendu bergi brotinn en með lögheimili á Íslandi.  Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins.

Í tilkynningu lögreglu segir að færst hafi í aukana að reynt sé að flytja inn amfetamínbasa og gerir lögreglan ráð fyrir því að hann sé svo unnin er frekar hér á landi.  Þá segir lögregla að miðað við niðurstöður úr rannsóknum Háskóla Íslands í þeim tilfellum sem lagt hefur verið hald á amfetamínbasa sé hægt útbúa þrefalt það magn, eða 2,7 kíló af amfetamíni.

Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins sem fyrr sagði. Rannsókninni miðar vel að sögn lögreglu og er hinn grunaði laus úr gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“