fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Slys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Starfsmaður féll úr bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður féll úr bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Segir í tilkynningunni að nokkuð hafi verið um umferðaóhöpp í umdæminu að undanförnu:

Nokkuð hefur verið um óhöpp og brot á lögum í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Starfsmaður féll úr rafmagnsbifreið á ferð á flughlaði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vinnueftirlitinu var gert viðvart um málið.

Þá var ökumaður, sem var á ferð við FLE, stöðvaður við hefðbundið eftirlit. Í aftursæti bifreiðar hans var fimm manna erlend fjölskylda, foreldrar með þrjú börn á aldrinum 1 – 3 ára. Börnin voru án öryggis- og verndarbúnaðar, það yngsta í kjöltu föður síns og hin tvö spennt saman í eitt öryggisbelti. Var fjölskyldan öll saman í sæti sem rúma átti þrjá einstaklinga. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt og málið er tilkynnt til barnaverndar.

Enn fremur stöðvaði lögregla sautján ára ökumann sem var réttindalaus. Að auki hafði viðkomandi tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Málið var tilkynnt forráðamönnum og barnavernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“