fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Viðar sakar Höllu um dylgjur: „Ég hef oft séð ungt fólk mjög léttklætt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Guðjohnsen segist ekki vera maðurinn sem Halla Gunnarsdóttir sakar um kynferðislega áreitni fyrir mörgum árum, að því er fram kemur í þættinum Harmageddon en þar var Viðar í viðtali í morgun. Segist hann ekki muna til þess að hafa nokkurn tíma hitt Höllu.

Halla Gunnarsdóttir, sem starfar sem ráðgjafi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, ritaði fyrir skömmu pistil á vefritið Knúz, þar sem hún lýsti kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hendi þekkts júdókappa og júdóþjálfara. Þjálfarinn hafi hvatt hana til að fara í gufubað og stíga síðan nakin á vigt til að reyna á hvort hægt væri að létta sig nægilega til að komast niður um þyngdarflokk í keppni. Halla upplifði framkomu þjálfarans sem grófa kynferðislega áreitni sem hafði djúpstæð áhrif á hana.  Atburðurinn átti sér stað fyrir um 13 árum.

Í viðtali við DV í gærkvöld lét Viðar að því liggja að hann gæti mögulega verið þessi maður. Aðspurð vildi Halla hvorki staðfesta það né neita því að þessi maður væri Viðar. Eftir viðtal Viðars við Harmageddon í morgun lítur út fyrir að þetta sé ekki hann en þar segist hann ekki reka minni til þess að hafa hitt Höllu áður. Aðstæðurnar sem hún lýsir séu hins vegar kunnuglegar og hann segist kannast við við að hafa sent nemendur sína fáklædda á líkamsvigtir:

„Ég hef oft séð ungt fólk mjög léttklætt stíga á líkamsvigt,“ segir Viðar.

Segir ásakanirnar settar fram í pólitískum tilgangi

„Það er pólitísk lykt af þessu. Gleymum því ekki hver Halla er, hún er pólitískur ráðgjafi forsætisráðherra,“ sagði Viðar við Harmageddon og sakar Höllu um dylgjur í pólitískum tilgangi. „Hún klykkir út með að hún geti ekki sagt hvort þetta hafi verið ég. Hún er að dylgja alveg eins og jafnaðarmenn gera, sem og minnihlutahópar og feministar. Gleymum því ekki að ég hef verið að skamma feminista og hún er formaður í femíniskri hreyfingu,“ segir Viðar, sem er fyrrverandi frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins og hefur gagnrýnt ýmsa vinstri sinnaða hópa harðlega.

„Það er verið að búa til vandamál í þjóðfélaginu. Þetta gæti verið byggt á fölskum minningum, þetta rennur saman í huga fólks en svo kemur þessi fjölmiðlamennska í dag sem felst í því að bera á torg mál sem ómögulegt er að sanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“