fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Pilturinn sem fór á böll til að berja einhvern: „Öfgamenn, ómerkingar og virkir í athugasemdum verða alltaf meðal okkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einu sinni var sagt frá ungum pilti sem sótti menntaskólaböll, en ekki til að skemmta sér eða hitta stúlkur eins og flestir skólabræður hans. Nei, markmiðið hjá honum var að fá tækifæri til þess að berja einhvern. Mér verður stundum hugsað til þessarar frásagnar þegar ég fylgist með átökunum í þjóðlífinu.“

Þetta segir Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Þar talar Benedikt um þjóðfélagsumræðuna sem á það til að vera hömlulaus. Segir Benedikt að óhikað sé farið í manninn, hvort sem hann er með boltann eða ekki.

„Í lýðræðissamfélagi er ekkert mikilvægara en að fólk ræði saman með rökum. Staðreyndir þurfa að liggja á borðinu og allir þurfa að viðurkenna þær. Um hvað snýst ágreiningurinn? Ef það er ekki vitað næst auðvitað aldrei árangur. Hjá sumum er ágreiningurinn markmið í sjálfu sér,“ segir Benedikt.

Hann rifjar svo upp ummæli sem Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins, lét falla um þann tíma er hann var í minnihluta borgarstjórnar: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“

Benedikt segir að reynslan sýni að pólitík sem þessi geti verið vænleg til fylgis og kjósendur kippi sér ekki upp við það að stjórnmálamenn segi eitt í dag og annað á morgun.

„Öll mál á að gera tortryggileg, jafnvel þau sem maður er í hjarta sínu sammála. Fjölmörg dæmi eru til um það að flokkar hafa barist af hörku fyrir einhverju máli eða gegn því fyrir kosningar, en snúa blaðinu algerlega við eftir að kjósendur hafa kveðið upp sinn tímabundna dóm. Staðreyndum er neitað og jafnvel látið eins og lög og reglur skipti engu.“

Benedikt bendir á að í Bandaríkjunum séu óprúttnir stjórnmálamenn duglegir að kalla rangfærslur hliðstæðan veruleika og sannleikann falsfréttir. Hann spyr svo hvers vegna svo margir villtust út af braut réttvísinnar í hruninu.

„Það er hægt að trúa því að einhverjir sem náðu frama í bönkum hafi verið óheiðarlegir að upplagi, en afar ósennilegt að tugir óprúttinna glæpamanna hafi náð bönkunum undir sig, eins og fjöldi dómsmála gæti bent til. Miklu líklegra er að siðferðisviðmiðin hafi færst til eins og einn bankastarfsmaður sagði: „Við höldum áfram þangað til dómarinn flautar.“

Benedikt segir að það sama hafi gerst í samfélagsumræðunni. Hún verði hömlulaus og farið sé í manninn óhikað.

„Gefið er í skyn að annarlegir hagsmunir ráði ef einhver leyfir sér að benda á afbakanir eða útúrsnúninga. Um hagfræðing sem sagði óþægilegan sannleika var sagt: „Hann lýgur með lokaðan munninn.“ Rökþrotið í umræðunni er algert þegar andstæðingurinn er kallaður fasisti. Öfgamenn, ómerkingar og virkir í athugasemdum verða alltaf meðal okkar, en þegar gott fólk og réttsýnt þorir ekki lengur að tala af ótta við að tuddinn á ballinu berji það, þá erum við í vanda stödd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“