Rafmagn fór af stóru svæði í kringum Kirkjubæjarklaustur og langleiðina að Vík í Mýrdal í morgun. Það er bilun á tengingu Landsnets við Kirkjubæjarklaustur sem veldur þessu. Starfsmenn Landsnets eru nú að kanna hvað orskaði bilunina og hvernig er hægt að koma rafmagni á aftur. Veður er mjög slæmt á þessu svæði núna.