RÚV skýrir frá þessu og hefur eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að björgunarsveitarmenn séu á leið til fólksins.
Á Höfn í Hornafirði var óskað aðstoðar björgunarsveita á fimmta tímanum vegna fjúkandi þakplatna.
RÚV hefur eftir Óla Þór Árnasyni, veðurfræðingi, að vindhraðinn sé víðast hvar á Suðurlandi, frá Markarfljóti austur á austanverða Austfirði, kominn yfir 23 metra á sekúndu en það er stormstyrkur. Enn á eftir að bæta í vind.