fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Jana segir að von hafi kviknað um að Jón Þröstur finnist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 19:04

Jana Guðjónsdóttir. RÚV-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir rúmlega tveimur vikum, segist aldrei hafa upplifað nokkuð eins hræðilegt og undanfarnar vikur, að vita ekki hvar unnusti hennar er niðurkominn. Þetta kemur fram í viðtali sem Kastljós birtir við Jönu í kvöld. Jana segir jafnframt að óhugsandi sé að Jón Þröstur hafi látið sig hverfa vísvitandi.

Jón Þröstur og Jana voru stödd í Dublin í því skyni að taka þátt í Pókermóti. Laugardagsmorguninn 9. febrúar fór Jón út af hótelinu án vegabréfs síns en með greiðslukort og lausafé meðferðis. Síðast sást til hans á eftirlitsmyndavélum í Whitehall-hverfinu í Dublin laust eftir kl. 11 þennan dag. Engar hreyfingar hafa verið á greiðslukortum Jóns Þrastar eftir að hann hvarf.

Í viðtalinu segist Jana hafa fengið fréttir sem veki henni von um að Jón Þröstur finnist.

Jón flaug utan föstudaginn 8. febrúar en Jana kom morguninn eftir. Hún vakti Jón á hótelherberginu og fór síðan í sturtu. Hún fór síðan niður í móttöku til að fá sér kaffi og sígarettu. Þegar hún kom til baka var Jón ekki á herberginu. Hann hafði gengið út. Það er afar ólíkt honum að fara svona burtu án þess að láta vita. Jana segir að ekkert hafi verið að samskiptum hennar og Jóns áður en hann hvarf. Hún segir jafnframt að Jón hafi ekki haft ástæðu til að vilja láta sig hverfa.

Írska lögreglan segir að ekkert bendi til þess að hvarf Jóns hafi borið að með saknænum hætti.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi