fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Svona losnar þú við silfurskottur

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 19:30

Silfurskottur eru hvimleiðar en meinlausar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur tekið eftir litlum, aflöngum og silfurlitum dýrum sem skjótast um á baðherberginu þínu þegar þú kemur þangað inn þá eru það lang líklegast silfurskottur sem eru þar á ferð. Þær eru vita meinlausar og því engin ástæða til að fara á taugum yfir veru þeirra en margir kæra sig þó ekki um að hafa þær á heimilinu. Hér eru nokkur góð ráð um hvernig er hægt að losna við þær.

Á mörgum heimilum eru silfurskottur á baðherbergjum og það er alls ekkert óeðlilegt við að þær sæki í baðherbergin því þær sækja í umhverfi þar sem rakt. Yfirleitt þarf ekki að nota eitur til að gera út af við silfurskottur en það er auðvitað hægt að eitra fyrir þeim.

Það er einnig hægt að lofta vel út í 5-10 mínútur tvisvar þrisvar sinnum á dag og reyna að fá eins góðan gegnumtrekk og hægt er. Silfurskottum líkar ekki þegar loftið verður þurrara. Einnig er gott að ryksuga vel í rifum og glufum og þrífa vel. Silfurskottur lifa meðal annars á sápuafgöngum í sturtubotnum og vöskum, hveiti, smáum matarleifum og myglusveppum. Í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið kemur fram að einnig sé gott að þvo gólfin ekki of oft því sífelldur gólfþvottur eykur á raka.

Það er þó rétt að hafa í huga að ef silfurskotturnar koma alltaf aftur og aftur þrátt fyrir að eitrað hafi verið fyrir þeim þá er rakastigið líklegast of hátt. Ef margar silfurskottur eru í húsinu þá getur það verið vísbendingum að rakavandamál séu til staðar í húsinu. Það gæti verið vegna óþéttra lagna eða ef ekki er loftað nægilega vel út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg