fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Karólína sökuð um lygar: Yfirdyravörður á Bakken stígur fram – Meint vinkona Karólínu segir frásögn hennar ranga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frásögn Karólínu Sigríðar Guðmundsdóttur af samskiptum sínum við dyraverði á skemmtistaðnum Bakken í Kaupmannahöfn hefur vakið hörð viðbrögð og yfirdyravörður á staðnum sakar hana um lygar og óhróður. Meint vinkona Karólínu hefur einnig haft samband við DV og segir frásögn hennar af atburðum ranga.

Eins og kom fram í frétt DV í morgun segir Karólína Sigríður Guðmundsdóttir, ung íslensk stúlka, frá því að hún hafi orðið fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Bakken, kona hafi lamið hana svo fannst í bringuna að stór marblettur kom. Þegar hún kvartaði undan árásinni við dyraverði hafi henni verið sagt að halda steinhalda kjafti. Tveimur dögum síðar hafi Karólína síðan verið rekin út af staðnum fyrir engar sakir.

Andreas Baslev, yfirdyravörður á Bakken, hafði samband við DV vegna fréttarinnar og segir hann frásögn Karólínu kolranga:

„70 til 80 prósent af því sem hún segir er lygi og ég hef vitni sem geta staðfest það,“ segir Andreas. Hann segir Karólínu vera í herferð gegn staðnum á samfélagsmiðlum og sé að dreifa lygum og óhróðri – en skemmtistaðir séu mjög viðkvæmir fyrir orðspori.

„Vinkona hennar sem hún segir að hafi verið grátandi fór að gráta út af því að henni leið illa yfir framkomu hennar. Hún baðst afsökunar á hegðun hennar við mig og sagði hana verið síljúgandi og hún væri alltaf að búa til drama.“

Þess má geta að þessi kona hefur haft samband við DV og segir frásögn Karólínu ranga hvað sig snertir. Þá segir hún rangt að þær séu vinkonur, þær hafi aðeins þekkst í um vikutíma.

Karólínu aldrei sagt að halda kjafti

„Ég veit ekki hvort Karólína varð fyrir árás á staðnum þetta kvöld, ég var ekki þarna. En ég er yfirmaður dyravarðanna og ber ábyrgð á þeim. Ég get fullyrt að þeir tala ekki svona við fólk. Frásögn hennar af því hvað dyravörðurinn á að hafa sagt við hana var líka alltaf að breytast. Fyrst átti hann að haf sagt henni að steinhalda kjafti. Síðan á hann bara að hafa sagt henni að þegja og loks á hann að hafa sagt henni að fokka sér. En ég fullyrði að dyravörðurinn sem var á vakt þetta kvöld er einhver sá ljúfasti náungi sem ég þekki og hann talar ekki svona við fólk. Hann gæti hafa brýnt raustina við Karólínu út af því hvernig hún lét, en hann sagði ekki svona ljót orð við hana.“

Atvikið sem um ræðir átti sér stað á fimmtudagskvöldið. En Karólína greinir frá öðru atviki sem átti sér stað á laugardagskvöld en þá segist hún hafa verið rekin út af staðnum að ástæðulausu. Andreas hefur allt aðra sögu að segja af þessu atviki:

„Ég var sjálfur í dyrunum þetta kvöld. Þannig var að vinur hennar hafði komið á staðinn áður en dyraverðirnir mættu á vakt. Aldurstakmark á laugardagskvöldum er 20 ára ólíkt fimmtudagskvöldum þegar það er 18 ára. Ég bað piltinn um að sýna mér skilríki er hann var þarna fyrir utan en hann sýndi mér þá ökuskírteini annars manns. Það er lögbrot að framvísa röngum skilríkjum í Danmörku og ég gat ekki hleypt honum inn. Karólína byrjaði með gífurleg læti í dyrunum út af þessu og loks gafst ég upp og sagði að hún færi ekki inn aftur. Hún vildi þá komast inn til að ná í yfirhöfnina sína og bað hana um að framvísa fatamiðanum sínum svo ég gæti náði hana. Hún sagðist ekki hafa neinn miða og þá sagði ég að einhver vinur hennar gæti sótt yfirhöfnina. Karólína neitaði að yfirgefa svæðið og ekki gat ég tekið á henni því hún er lítil stúlka. Ég þurfti að halda henni frá innganginum með því að setja líkama minn fyrir hana svo hún kæmist ekki inn.“

Andreas er gífurleg ósáttur við framkomu Karólínu og framgöngu hennar á samfélagsmiðlum vegna málsins og hann sakar hana um að breiða út óhróður og lygi um vinnustaðinn hans:

„Ég veit að dyraverðir geta hagað sér illa en hér á Bakken höfum við lagt okkur mjög fram um að hafa framkomu okkar dyravarða til fyrirmyndar. Þess vegna er mjög óréttlátt að verða fyrir þessum skítastormi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi