fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Ekkert ferðaveður í kvöld: Líkur taldar á foktjóni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. febrúar 2019 13:05

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í nótt fer kröpp lægð norður skemmt vestur af landinu. Í kjölfarið snýst í suðvestanátt, víða 23-30 m/s og því ekkert ferðaveður. En Vestfirðir sleppa líklega vel í þetta skiptið, þar er búist við mun hægari vindi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins; Norðurland eystra, Austurland, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendið. Þá er gul viðvörun í gildi fyrir Suðurland og Strandir og Norðurland vestra.

Búast má við því að það fari að hvessa hressilega undir Eyjafjöllum um klukkan 20 í kvöld og gætu hviður farið í 35 metra á sekúndu. Akstursskilyrði gætu orðið varasöm, sér í lagi fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Í nótt skellur á ofsaveður á Miðhálendinu og snemma í fyrramálið verður rok eða ofsaveður á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Mun vindur líklega ekki ganga niður fyrr en annað kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu. Eru líkur taldar á foktjóni og þá verður ekkert ferðaveður á þessum slóðum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Viðvaranir Veðurstofunnar.

Spá næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi