fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Móðir Jóns Þrastar í viðtali: „Þetta er það versta sem móðir getur upplifað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir ríflega tveimur vikum segir að þetta sé það versta sem nokkur móðir getur upplifað, að finna ekki börnin sín. Hún og bróðir Jóns Þrastar voru í viðtali við Virgin Media News þar sem fjallað er um málið. Bróðir Jóns, Daníel, segir að það sé afar ólíkt Jóni að láta sig ekki vita af sér. Daníel segir að Jón sé kletturinn í fjölskyldunni og ekki bara bróðir heldur vinur og föðurímynd líka. „Allir sem þekkja Jón vita að hann myndi aldrei gera svona,“ segir Daníel og á við að Jón myndi aldrei vísvitandi láta sig hverfa,

Í fréttinni kemur fram að síðast sást til Jóns í öryggismyndavélum fyrir utan sjúkrahús í Whitehall í Dublin, laust eftir kl. 11 laugadagsmorguninn 9. febrúar. Hann skildi vegabréfið sitt eftir á hótelinu en fór út með töluvert af reiðufé og greiðslukort sín. Engar færslur hafa verið af greiðslukortum hans síðan hann hvarf. Jón Þröstur fór til Dublin ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti.

Víðtæk leit hefur staðið yfir að Jóni undanfarið og í henni hafa bæði tekið þátt hópur sjálfsboðaliða frá Íslandi og írska lögreglan. Meðal annars er leitað eftir stubbum af Prince sígarettum sem Jón reykti en eru ekki seldar á Írlandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi