fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Sorgleg saga mannsins sem hékk utan á brú yfir Miklubraut

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hékk utan á göngubrú yfir Miklubraut þann 7. febrúar síðastliðinn heitir Mohsen og er frá Íran. Áður en Mohsen greip til þessa örþrifaráðs hafði hann verið í hungurverkfalli í um þrjár vikur.

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær.

Sema Erla segir að Mohsen hafi flúið frá Íran vegna pólitískra ofsókna.

Mohsen er bæði andlega og líkamlega veikur og hefur m.a. þjáðst af mjög slæmri gyllinæð í marga mánuði. Afleiðingarnar af því eru hrikalega sársaukafullar og hræðilegar, en í tilfelli Mohsen voru þær ekki nógu hræðilegar til þess að Útlendingastofnun hafi verið tilbúin til þess að greiða fyrir aðgerð sem Mohsen þurfti til þess að geta gengið eðlilega á nýjan leik, setið, borðað og komist í gegnum daginn á eins eðlilegan máta og hægt er í hans stöðu, svo hann þyrfti ekki að misnota verkjalyf til þess að minnka kvalirnar sem hann upplifði á hverjum degi.“

Sema Erla segir að Mohsen hafi verið metinn sem einstaklingur í sérstaklega viðkvæmri stöðu og segir hún að Rauði krossinn hafi lýst yfir áhyggjum af stöðu hans.

„Samt sem áður fékk hann enga aðstoð og upplifði svo miklar þjáningar og vonleysi að hann neyddist til þess að grípa til örþrifaráða eins og hungurverkfalls, sjálfsskaða og hótana um að taka sitt eigið líf vegna þess að hann fær ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimma meðferð Útlendingastofnunar á fólki á flótta.“

Sema Erla sá fréttir um málið eins og svo margir aðrir og setti sig í kjölfarið í samband við Mohsen með aðstoð túlks. Eftir að hafa rætt við hann fóru þau saman og hittu meltingarskurðlækni.

„Það var bið eftir tíma fyrir aðgerð hjá lækninum sem mat stöðu Mohsen sem svo að við ættum að leita á bráðamóttökuna. Við gerðum það og eftir hefðbundna (og ansi tímafreka) meðferð þar fengum við tíma hjá skurðlækni á Landspítalanum. Eftir að hafa hitt þann lækni fengum við loksins tíma í aðgerð og hún hefur nú verið framkvæmd og Mohsen er nú að jafna sig eftir aðgerðina, en það mun taka smá tíma,“ segir hún. 

Sema Erla segir að vandi Mohsen sé langt því frá leystur að öllu leyti en hún kveðst geta lofað því að staða hans sé orðin betri en hún var þegar hann stóð á brúnni á Miklubraut.

„Og það er nákvæmlega þess vegna sem ég stofnaði Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fyrir tveimur árum síðan. Svo við getum aðstoðað flóttafólk á Íslandi sem er í bráðri neyð en kemur að lokuðum dyrum hjá yfirvöldum!“

Sema Erla segir að Solaris-hjálparsamtökin væru ekki til ef ekki væri fyrir óeigingjarna vinnu þeirra hafa komið að samtökunum á undanförnum tveimur árum. Þá væru samtökin heldur ekki til án allra þeirra sem hafa lagt þeim lið með fjárhagslegum stuðningi.

„Starfsemi okkar er einungis rekin á frjálsum framlögum og allur stuðningur fer beint í aðstoð við fólk á flótta. Svo í stað þess að eyða orku í að djöflast út í yfirvöld og mannfyrirlitningu þeirra akkúrat núna vil ég senda allan þann kærleika og alla þá ást sem ég á til ykkar allra sem hafa í gegnum tíðina styrkt okkur og stutt á nokkurn hátt. Takk fyrir að gera okkur kleift að aðstoða fólk í neyð og taka þar með þátt í að gera líf þeirra aðeins betra en það yfirleitt er! Takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið