fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Systir Jóns harmi slegin: „Hvernig getur einhver horfið sporlaust um hábjartan dag?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þröstur Jónsson og unnusta hans fóru til Dublin til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala, að sögn systur hans. Síðast sást til Jóns í Dublin laugardagsmorguninn 9. febrúar kl. 11 fyrir hádegi. Víðtæk leit að honum hefur staðið yfir undanfarna daga þar sem í hlut eiga meðal annars írska lögreglan og íslenskir sjálfboðaliðar.

Systir Jóns, Þórunn Jónsdóttir, skrifar langan pistil á ensku um hvarf bróður síns. Þar upplýsir hún meðal annars um pókermótið. „Hvernig getur einhver horfið sporlaust um hábjartan dag í tveggja milljóna manna borg?“ spyr Þórunn. Hún segist stíga fram með skrif sín meðal annars til að vinna gegn kjaftasögum sem geta farið á kreik við aðstæður sem þessar:

„Miðaldra maður með tattú sem fer til Dublin til að spila póker og hverfur svo, hann hlýtur að vera vafasamur, ekki satt?“ skrifar Þórunn en segir raunin sé allt önnur:

„Jón hefur alltaf verið sjálfstæður og fór snemma að heiman. Hann er blíður og vinsamlegur, afburðagreindur, hæglátur en þó félagslyndur. Ekki pólitískur og ekki trúaður. Fjölskyldumaður og faðir/stjúpfaðir fjögurra sterkra barna, 11, 11, 16 og 17 ára.“

Þórunn lýsir fallegri vináttu sinni og bróður síns, örlæti hans og umhyggjusemi í hennar garð. Hún skrifar síðan:

„Ég er harmi slegin. Oft hefur mér undanfarna daga liðið eins og ég þurfi að hringja í hann af því ég er að ganga í gegnum erfiðan tíma og þarf að tala við hann. En tveimur sekúndum eftir þá hugsun átta ég mig á mistökunum. Ég get ekki ekki hringt í Jón. Mér líður eins og ég sé ekki hérna. Jafnvel á meðan ég skrifa þetta líður mér eins og ég sé úr tengslum. Mér finnst eins og þetta sé ekki að gerast. Hvernig getur þetta gerst? Hvar er bróðir minn? Ég þarf að finna bróður minn!“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“