Eigandi hryssanna tveggja sem grunur leikur á að hafi sætti kynferðislegri misnotkun milli jóla og nýárs fann kassa og tóman brúsa undan sleipiefni í einni stíunni. Að morgni þriðjudagsins 27. desember sá hann kassa innst í einni stíunni, sem ekki átti þar heim. Hann fjarlægði kassann og kláraði morgunverkin. Um kvöldið var kassinn kominn aftur inn í stíu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Þar er rætt við einn eiganda hryssanna, Silju Unnarsdóttur. Hún er dýralæknir og áttaði sig fljótt á því hvað var á ferðinni, en það var eiginmaður hennar sem fann kassann og sleipiefnið.
Ummerki eftir sleipiefni fundust svo á tveimur hryssum. „Hvað gerðist nákvæmlega veit ég auðvitað ekki,“ er haft eftir Silju.