fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025

Sylvía Ósk átti að borga hærri tryggingar vegna þyngdar: „Ákváðu að heilsufar mitt væri slæmt út frá tveimur tölum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Ósk Rodriguez var að skipta um tryggingafélag og sótti um líf- og sjúkdómatryggingu.  Hún er menntaður leikskólakennari, tveggja barna móðir og almennt mjög hraust og við góða heilsu. Tryggingarfélagið sagði henni að hún þyrfti að borga hærri tryggingar vegna þyngdar sinnar.

„Ég fékk SMS þar sem stóð að ég fengi álag á tryggingarnar vegna ÞYNGDAR! Tíu þúsund kall á ári takk fyrir. Þegar ég bað um rök fyrir þessu álagi fékk ég pistil um tengsl BMI, offitu og alvarlegra sjúkdóma tengda offitu. Tryggingafélagið ákvað sem sagt að mitt heilsufar væri slæmt út frá tveimur tölum á blaði, hæð og þyngd,“ segir Sylvía Ósk og bætir við: „Ég bað þá vel að lifa og fann mér annað tryggingafélag.“

Sylvía Ósk hefur alltaf verið þung þrátt fyrir að vera í góðu formi.

Sylvía Ósk segir að talan á vigtinni segi ekki allt um heilsufar fólks og að hún hafi alltaf verið þung þrátt fyrir að vera í góðu formi.

„BMI segir því ekkert um mitt heilsufar og ég hélt hreinlega að það væri almennt ekki notað lengur því þetta er úrelt tól. En nei,“ segir Sylvía Ósk.

Sylvía Ósk deildi myndinni upphaflega í Facebook-hópnum Motivation stelpur. Við myndina skrifa margar konur sem hafa lent í því sama hjá öðrum tryggingarfélögum. Þær hneyksla sig margar á því að BMI stuðullinn sé enn notaður til að mæla heilsufar.

Hvað segja lesendur DV – Hafið þið lent í sömu reynslu?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Klárt hvert Son fer í sumar – Kveður eftir tíu ár hjá Tottenham

Klárt hvert Son fer í sumar – Kveður eftir tíu ár hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skrímsli af manni mætti á staðinn og hélt á stórstjörnunni eins og smábarni

Skrímsli af manni mætti á staðinn og hélt á stórstjörnunni eins og smábarni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kom eiginkonunni verulega á óvart með þessari ákvörðun – ,,Heldur betur óvænt“

Kom eiginkonunni verulega á óvart með þessari ákvörðun – ,,Heldur betur óvænt“
433
Fyrir 13 klukkutímum
Donnarumma í fýlu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.