fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. febrúar 2019 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er eiginlega bara að lognast út af,“ segir Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem saknað hefur verið í Dublin á Írlandi í rúma viku, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina en að sögn Fréttablaðsins var Davíð þreyttur þegar hann ræddi við blaðamann. Davíð og fleiri hafa leitað að Jóni Þresti frá morgni til kvölds undanfarna daga en í dag mun fjölskyldan funda um stöðu mála með lögreglunni í borginni.

Davíð segir að fjölskyldan sé enn engu nær um hvarfið.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Davíð að gengið hafi verið skipulega um hverfi borgarinnar í gær. Leitin sem slík hafi gengið ágætlega og leitarhópar komist yfir þau svæði sem þeir ætluðu sér.

„Við erum svo sem engu nær en við erum búin að dreifa myndum og tala við marga gangandi vegfarendur og aðra,“ segir Davíð en um 12-15 manns hafa leitað að Jóni frá því snemma á laugardag. Skipulögð leit mun halda áfram alla þessa viku en í framhaldinu verður staðan tekin á ný. „Við höldum áfram okkar striki þangað til eitthvað kemur í ljós,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“