fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Hættur að spila fyrir Írland og velur England: ,,Farðu burt, svikari“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice, ungur leikmaður West Ham, hefur ákveðið að gefa kost á sér í enska landsliðið.

Þetta staðfesti leikmaðurinn í dag en hann hefur hringt í Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Rice er tvítugur miðjumaður en hann er orðinn fastamaður hjá West Ham aðeins 20 ára gamall.

Hann hefur allan sin feril leikið með írska landsliðinu og var partur af yngri landsliðum áður en hann spilaði fyrir aðalliðið í fyrra.

Rice á að baki þrjá landsleiki fyrir Írland en hefur nú ákveðið að skipta yfir til Englands.

Rice fæddist í London og er enskur en afi hans og amma koma frá Írlandi og var hann því löglegur með landsliðinu.

Það er óhætt að segja að þessi ákvörðun hafi farið illa í Íra sem hafa látið hann heyra það á samskiptamiðlum.

Rice lék aðeins vináttuleiki fyrir Írland og má því skipta yfir því hann tók ekki þátt í keppnisleikjum.

Boxarinn John Joe Nevin er á meðal þeirra sem tjáðu sig um ákvörðun Rice. ,,Farðu burt, svikari,“ skrifaði Nevin á færslu Rice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi