fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Pogba sá rautt er United tapaði heima – Roma vann

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er ekki í frábærri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir leik gegn Paris Saint-Germain í kvöld.

Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikurinn fór fram á Old Trafford.

Það voru gestirnir í PSG sem höfðu betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrra mark leiksins gerði Presnel Kimpembe eftir hornspyrnu og það síðara gerði Kylian Mbappe eftir laglega skyndisókn.

United þarf því að eiga ansi góðan leik í París ef liðið ætlar að komast í næstu umferð keppninnar.

United fékk einnig slæmar fréttir undir lok leiksins en Paul Pogba fékk þá að líta rautt spjald og verður ekki með í seinni leiknum.

Á sama tíma áttust við AS Roma og Porto en fyrri leikurinn þar fór fram á Ítalíu.

Roma hafði betur með tveimur mörkum gegn einu og er því með forystuna fyrir seinni leikinn.

Manchester United 0-2 PSG
0-1 Presnel Kimpembe(53′)
0-2 Kylian Mbappe(60′)

Roma 2-1 Porto
1-0 Nicolo Zaniolo(70′)
2-0 Nicolo Zaniolo(76′)
2-1 Adrian(79′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
Sport
Í gær

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“