fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Kristín Lena skipuð forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Lena Þorvaldsdóttir hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Stofnunin sinnir meðal annars túlkaþjónustu á milli íslensks táknmáls og íslensku, rannsóknum á íslensku táknmáli og kennslu íslensks táknmáls og námsefnisgerð. Hjá Samskiptamiðstöðinni starfa rúmlega 30 starfsmenn að því að efla þjónustu við táknmálstalandi fólk sem víðast í samfélaginu.

Kristín er menntaður málfræðingur og lauk  M.A. prófi í íslenskri málfræði með áherslu á íslenskt táknmál frá Háskóla Íslands árið 2011. Kristín hefur starfað hjá Samskiptamiðstöðinni sem sviðsstjóri táknmálssviðs, verkefnastjóri og túlkur. Hún var áður aðjunkt við Háskóla Íslands og sinnti þar kennslu og rannsóknum í táknmálsfræði og táknmálstúlkun.

„Það er ánægjulegt að tilkynna um þessa ráðningu í dag, á degi íslenska táknmálsins. Samskiptamiðstöðin gegnir lykilhlutverki  fyrir döff-samfélagið hér á Íslandi og starfsfólk hennar hefur lyft grettistaki fyrir íslenskt táknmál og réttindabaráttu táknmálstalandi fólks,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

„Ég þakka það mikla traust sem mér er sýnt að fá að stýra þessari mikilvægu stofnun sem Samskiptamiðstöð er. Hún er málstöð íslenska táknmálsins og málsamfélags döff á Íslandi og mér er  sannur heiður að fá að taka við stjórninni þá þessum hátíðisdegi, degi íslenska táknmálsins,“ sagði Kristín Lena.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“