Lögreglan í Bretlandi hefur staðfest það að líkamsleifarnar sem fundust í flugvél á dögunum séu af Emiliano Sala. Sala var farþegi í flugvél sem ferðaðist frá Nantes til Cardiff en hún hefur hrapað yfir Ermasundinu. Líkamsleifar fundust á sjávarbotni.
Sala var einn í vélinni ásamt flugmanninum David Ibbotson og er búið að finna eitt líkið.
Búið er að staðfest að það hafi verið lík Sala en leit hefur staðið yfir síðan 22. janúar. Sala var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff og átti að ganga í raðir félagsins fyrir 15 milljónir punda.
Líkið sem fannst var krufið í gær en leitin af Ibbotson stendur enn yfir.
Knattspyrnuheimurinn syrgir Sala sem var hvers manns hugljúfi og kom alltaf vel fram.