fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Hreiðar Már laumar sér aftur í viðskiptalífið – Haslar sér völl í Stykkishólmi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur stundað umfangsmikil viðskipti á Íslandi í gegnum Stefni, sjóðsstýringarfélag í eigu Arion banka, sem áður var Kaupþing banki. Viðskiptin eru sérstaklega umfangsmikil í Stykkishólmi þar sem Hreiðar Már virðist standa að baki hótelrekstri og fullt af fasteignum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Frá Tortóla til Íslands

Hreiðar Már hefur laumað sér aftur inn í íslenskt viðskiptalíf með miklum krókaleiðum. Á Tortóla var félagið Fultech s.á.r.l. sem blaðamaður Stundarinnar veltir fyrir sér hvort sé nýtt nafn á Tortólufélagi Hreiðars sem greint var frá í Panamaskjölunum frægu. Árið 2017 sameinast Fultech öðru félagi, Vinson Capital S.á.r.l. sem er skráð í Lúxemborg. Eini hluthafi beggja félaga var Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más.

Fyrirsvarsmaður Vinson Capital er Sigþór Júlíusson, fyrrverandi knattspyrnumaður, en áður hefur verið fjallað um að Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sigurðar Einarssonar, sé líklega að baki Vinson Capital ásamt Önnu Lísu Sigurjónsdóttur. Við sameininguna jukust eignir Vinson Capilta töluvert, en áður höfðu þær verið litlar. Í ársreikningi 2017 kom fram að félagið hafi fjárfest fyrir meira en 20 prósent í íslenska félaginu SF III, en það félag er sjóðurinn Stefnir – Icelandic Travel Service Fund sem er stýrt af Stefni dótturfélagi Arions banka. Þannig komast peningarnir frá Tortóla, til Íslands.

Umsvifamikill á Stykkishólmi

Sjóðurinn á svo dótturfyrirtækið Hólmsver ehf. og þykir blaðamanni stundarinnar líklegt að því fyrirtæki sé ætlað að halda utan um eignir sjóðsins og taka við þeim þegar sjóðurinn verður leystur upp.  En enn flækist sagan. Hólmsver á meirihluta í félaginu Háberg ehf. Háberg ehf. á meðal annars einbýlishús á Stykkishólmi, sem móðir Hreiðars Más er skráð til húsa í. Sigþór Júlíusson er einnig framkvæmdarstjóri Hábergs. Svo má virðast sem félögin séu fleiri heldur en fólkið sem stendur að baki þeim. Sigþór er líka stjórnarformaður félagsins Gistivers ehf, sem sér meðal annars um rekstur Hótel Berg í Reykjanesbæ og er rekstrarfélag hótela- og gistiheimila Önnur Lísu. Gistiver rekur einnig gistiheimilið Bænir og Brauð á Stykkishólmi og Hótel Egilsen. Gistiver á einnig helming í félögunum ION-hótel ehf. og Hótel Búðum ehf. og fjölda fasteigna á Stykkishólmi.

Fleiri flækjur og umsvif

ION-hótel ehf. rekur hótel á Nesjavöllum og í Reykjavík og hefur fest kaup á hóteli í Sviss. Það heldur einnig utan um íbúðir sem kallast Opal Apartments í miðbæ Reykjavíkur. Opal Apartments leigja út íbúðirnar sem félagið Hengill fasteignir ehf. heldur utan um. Hengill fasteignir heldur einnig utan um fasteignina sem hýsir IPN hótel og veitingastaðinn Sumac. Líka fasteign á Nesjavöllum sem er notuð undir rekstur ION Hotel.  Það ætti ekki að koma lesendum á óvart hver stjórnarformaður Hengils er, Sigþór Júlíusson. Sigþór sá einnig um að ganga frá samruna Fultech og Vinson Capital. Sigþór er því greinilega mjög flæktur inn í viðskiptaflækjur Hreiðars.

Hreiðar Már er því nokkuð umsvifamikill í fjárfestingum á Íslandi, einkum í ferðaþjónustu og ljóst að yfirlýsing hans úr Kastljósinu frá árinu 2009 „Ég er ekki auðmaður og tapaði megninu af mínum sparnaði“ á ekki við í dag. Hreiðar Már er auðmaður sem stundar umfangsmiklar fjárfestingar, hann kom fé úr félagi á Tortóla yfir í félag í Lúxemborg sem stendur að baki umfangsmiklum fjárfestingum og viðskiptum á Íslandi.

Sjá einnig: Umdeild eignarhald á glæsivillu Sigurðar – 870 fermetrar með vínkjallara og gufuböðum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn