fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins segir tíma Geirs liðinn: ,,Gerði margt gott og miður gott“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar áhugaverðan bakvörð í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann yfir Geir Þorsteinsson, heiðursformann KSÍ og baráttu hans við Guðna Bergsson.

Kosið verður til formanns KSÍ á morgun, Geir sækist eftir kjöri, tveimur árum eftir að hafa hætt. Hann vill snúa aftur en Guðni Bergsson tók við starfi hans.

Allt bendir til þess að Guðni fari með sigur af hólmi en Geir hefur reynt að koma höggi á hann.

,,Ekki meir Geir! Þetta er fræg fyrirsögn sem birtist hér í þessu ágæta blaði fyrir nokkrum árum og hefur af og til „dúkkað“ upp við ýmis tækifæri. Kannski á þessi fyrirsögn við þann litla stuðning sem Geir Þorsteinsson virðist njóta á meðal aðildarfélaga KSÍ í komandi formannskosningum KSÍ sem fara á ársþingi þess sem haldið verður á morgun,“ skrifar Guðmundur í Morgunblaðinu.

,,Geir, sem var skipaður heiðursformaður KSÍ eftir að hann steig til hliðar á síðasta ársþingi
eftir 10 ára setu í formannsstólnum á, ef marka má þessa könnum, enga möguleika á að skjóta Guðna ref fyrir rass. Ég tel þó að munurinn verði ekki eins mikill og þessi skoðanakönnun gefur til kynna þegar talið verður upp úr kössunum.“

Guðmundur er þeirrar skoðunnar að tími Geirs í forystu KSÍ sé hreinlega á enda.

,,Ég tel tíma Geirs sem formanns KSÍ einfaldlega liðinn. Hann gerði margt gott og líka miður gott þann langan tíma sem hann sat í formannsstólnum. Guðni á að mínu viti að fá tækifæri til að halda starfi sínu áfram þar sem honum tekst vonandi að efla hag íslenskrar knattspyrnu sem allra mest og virkja þá krafta sem til staðar eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Í gær

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?