fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Vinningstillagan fer út fyrir ystu brún Bolafjalls – Bolvíska útsýnið magnað

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolungarvíkurbær efndi til samkeppni um útsýnispall á Bolafjalli í fyrra og nú liggja niðurstöður fyrir. Þrjú teymi skiluðu inn tillögum sínum í desember og féll sigurinn í skaut Landmótunar, Argos og Sei fyrir tillögu sína: Bolafjall – út fyrir ystu brún.

Útfærsla þeirra á útsýnispallinum má sjá á myndunum hér að neðan, en hún byggir á því að fjallið sjálft fái að njóta sín sem best og ferðamenn upplifi um leið magnað útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi, en í heiðskýru veðri má sjá alla leið til Grænlands segja heimamenn.

Kúlan á myndinni er radarstöðin sem reist var árið 1987, en rekstur hennar hófst árið 1992. Ratsjárstofnun sá um reksturinn fyrir hönd bandaríska varnarliðsins, en nú sér Landhelgisgæslan um rekstur hennar.

 

 

Í áliti dómnefndar kemur fram að vinningstillagan sé látlaus en afar sterk hugmynd sem virði umhverfið og beri það ekki ofurliði. Við ysta enda pallsins er áhorfandinn kominn út fyrir ystu brún fjallsins sjálfs og sér því niður þverhnípta fjallshliðina. Munu lofhræddir eflaust halda sig til hlés, en Bolafjall er 638 metra hátt.

„Tillagan uppfyllir markmið samkeppninnar um að gera útsýnisstaðinn á Bolafjalli að eftirsóknaverðum ferðamannastað á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað. Hönnun pallsins býr yfir eiginleikum bæði varðandi fagurfræði og staðsetningu til þess að pallurinn verði einstakur í sínum flokki. Hann fellur vel að umhverfinu og endurspeglar í hlutföllum og útfærslu mikilfengleika þess, “

segir á vef Bolungarvíkur.

Það er ljóst að útsýnispallur á Bolafjalli mun verða eitt af helstu kennileitum í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og verður án efa einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á svæðinu og þótt víða væri leitað.

Bolungarvík þykir með fegurstu bæjarstæðum landsins og þótt víðar væri leitað. Mynd- Haukur Sigurðsson – Tekin af vef Bolungarvíkur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“