fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Stjórn Íslandspósts lagði til launahækkun: Hálfu ári síðar fékk fyrirtækið hálfan milljarð frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins rúmu hálfi ári eftir að stjórn Íslandspósts ákvað að greiða starfsmönnum launauppbót í ljósi góðrar afkomu fékk fyrirtækið hálfan milljarð króna í neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ekki nóg með að óbreyttir starfsmenn hafi fengið launauppbót heldur lagði stjórnin það einnig til um svipað leyti að hækka launin sín. Íslandspóstur hafði hagnast um 216 milljónir króna árið 2017 og 120 milljónir árið 2016. Síðustu þrjú ár þar á undan höfðu verið erfið og var mikið tap á rekstrinum.

Í janúar í fyrra samþykkti stjórnin að greiða starfsmönnum á föstum launum 20 þúsund krónur. Hlutastarfsfólk fékk einnig uppbót í samhengi við starfshlutfall. Tæpum mánuði síðar var lögð fram tillaga í stjórn um hækkun stjórnarlauna; almennir stjórnarmenn færu úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur og formaður stjórnar úr 280 þúsund krónum í 330 þúsund krónur. Ekki virðist liggja fyrir, miðað við frétt Fréttablaðsins, hvort tillagan hafi verið samþykkt en hafi það verið gert er bent á að laun stjórnarmanna Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Laun forstjóra hafa hækkað um tæp 43 prósent frá 2014 til 2017.

Eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag fékk Íslandspóstur 500 milljóna króna lán frá ríkinu í september síðastliðnum til að bregðast við lausafjárskorti. Þá var samþykkt heimild til að veita fyrirtækinu allt að milljarð króna í viðbótarlán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“
Fréttir
Í gær

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn