fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Óveður í uppsiglingu – Fjölda vega væntanlega lokað í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 07:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna óveðursins sem skellur á suðurströnd landsins í dag hefur Vegagerðin birt áætlun um væntanlegar lokanir á vegum. Gert er ráð fyrir að vegunum um Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði verði lokað og/eða að þeir verði ófærir nú í morgunsárið. Ekki er búist við að hægt verði að opna vegina um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði aftur fyrr en síðdegis á morgun.

Búist er við að hægt verði að opna veginn um Kjalarnes um hádegi á morgun. Á vef Vegagerðarinnar er varað við lélegu skyggni víða SV-lands og austur með suðurströndinni. Einnig er varað við fljúgandi hálku víða.

Vegfarendum er bent á að kynna sér færð á vegum á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Hér fyrir neðan er áætlun Vegagerðarinnar um lokanir vega vegna óveðursins.

Hvolsvöllur – Vík

Lokun kl. 12:00. 5. feb.

Líkleg opnun:  kl 04:00 6. feb.

Skeiðarársandur og Öræfasveit  (Núpsstaður-Höfn)

Lokun kl. 16:00 5. feb.

Líkleg opnun:  kl 10:00 6. feb.

Hellisheiði og Þrengsli

Lokun kl. 06:00 5. feb.

Líkleg opnun 05:00 6. feb.

Kjalarnes

Lokun kl. 07:00 5. feb.

Líkleg opnun 12:00

Mosfellsheiði

Lokun kl. 07:00 5. feb.

Líkleg opnun 05:00 6. feb.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt