fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

PAOK staðfestir komu Sverris með flottu myndbandi: ,,Ingi er hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PAOK í Grikklandi hefur staðfest kaup sín á Sverri Inga Inasyni frá Rostov í Rússlandi. Kaupin gengu í gegn seint í gærkvöldi.

PAOK er besta lið Grikklands og hefur félagið verið á eftir Sverri allan janúar.

Nú á lokadegi félagaskiptagluggans gekk Sverrir Ingi í raðir PAOK og er kaupverðið sagt vera á bilinu 4-5 milljónir evra.

Það eru frá 550 milljónir til 790 milljónir íslenskra króna en Breiðablik fær 3,5 prósent af kaupverðinu í uppeldisbætur. Uppeldisbætur fást greiddar ef leikmaður færir sig á milli landa. Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson hafa skilað vel í kassann hjá Blikum og Sverrir er að gera slíkt hið sama. Þannig var hann seldur frá Viking í Noregi til Belgíu.

Frá Belgíu fór hann til Granada á Spáni og þaðan fór hann til Rostov í Rússlandi. Hann heldur nú til Grikklands.

0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á aldrinum 12-15 ára og 0,5 prósent fyrir hvert ár frá 16 til 21 árs.

Sverrir yfirgaf Breiðablik þegar hann var tvítugur og því eiga Breiðablik rétt á 3,5 prósentum af kaupverðinum.

Breiðablik ætti því að fá 19,5 til 27 milljónir króna, eftir því hvert kaupverðið er en það hefur ekki fengið staðfest

Það er Rostov sem þarf að greiða upphæðina til Blika, rússagull á leið í Kópavoginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“