Samkvæmt enska götublaðinu The Sun mun Aron Einar Gunnarsson fara frá Cardiff næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Sagt er að Aron muni ganga til liðs við félag í Katar eða í Sádí-Arabíu eftir tímabilið.
Aron hefur lengi verið í herbúðum Cardiff en gengi liðsins hefur verið gott með hann innan vallar á þessu tímabili.
Aron hefur spilað 15 leiki í deildinni en hann missti af upphafi tímabilsins vegna meiðsla.
Aron hefur verið orðaður við Al-Arabi sem Heimir Hallgrímsson stýrir en Aron verður þrítugur á árinu.