Ólafur Þórðarson er einn merkilegasti karakter sem íslenskur fótbolti hefur átt, hann segir hlutina yfirleitt eins og hann hugsar þá.
Ólafur fór í viðtal á síðasta ári hjá Gunnlaugi Jónssyni á Fótbolta.net. Viðtalið var umdeilt.
Þar talaði Ólafur um að það væri verið að kerlingavæða samfélagið, femínistar réðu ríkjum, krökkum væri vafið inn í bómull og það væri verið að rítalín dópa krakka í dag.
Grín var gert að þessu viðtali við Ólaf á þorrablóti á Akranesi á dögunum.
,,Týpískt dæmi um þessa pappakassa sem koma frá Reykjavík, halda að allt gerist á malbikinu. Auðvitað stend ég við þessi ummæli, við erum að ala upp pappakassa. Þeir vita meira um merkjavöru og hárgel en fótbolta,“ sagði Ólafur léttur í lund og var augljóslega að grínast.
,,Ég skal sýna þér hvernig þetta virkar í rauninni, svo þú hafir eitthvað um að tala á Kaffi Vest. Helvítis auminginn þinn.“
Innslagið má sjá hér að neðan.