fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Full kista af grísku Rússagulli á leið í Kópavoginn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason miðvörður íslenska landsliðsins er að ganga í raðir PAOK frá Rostov í Rússlandi.

PAOK er besta lið Grikklands og hefur félagið verið á eftir Sverri allan janúar.

Nú á lokadegi félagaskiptagluggans er Sverrir Ingi að ganga í raðir PAOK og er kaupverðið sagt vera á bilinu 4-5 milljónir evra.

Það eru frá 550 milljónir til 790 milljónir íslenskra króna en Breiðablik fær 3,5 prósent af kaupverðinu í uppeldisbætur. Uppeldisbætur fást greiddar ef leikmaður færir sig á milli landa. Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson hafa skilað vel í kassann hjá Blikum og Sverrir er að gera slíkt hið sama. Þannig var hann seldur frá Viking í Noregi til Belgíu.

Frá Belgíu fór hann til Granada á Spáni og þaðan fór hann til Rostov í Rússlandi. Hann heldur nú til Grikklands.

0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á aldrinum 12-15 ára og 0,5 prósent fyrir hvert ár frá 16 til 21 árs.

Sverrir yfirgaf Breiðablik þegar hann var tvítugur og því eiga Breiðablik rétt á 3,5 prósentum af kaupverðinum.

Breiðablik ætti því að fá 19,5 til 27 milljónir króna, eftir því hvert kaupverðið er en það hefur ekki fengið staðfest

Það er Rostov sem þarf að greiða upphæðina til Blika, rússagull á leið í Kópavoginn.

Hér að neðan má sjá þegar Sverrir og unnusta hans komu til Grikklands í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Ágúst Eðvald skoraði í fyrsta leik

Besta deildin: Ágúst Eðvald skoraði í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Í gær

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest
433Sport
Í gær

Jesus orðaður við endurkomu heim

Jesus orðaður við endurkomu heim
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Í gær

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal