fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg endurkoma United gegn Burnley – Manchester City tapaði

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á rosalegt fjör á Englandi í kvöld en fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United hafði unnið átta leiki í röð áður en liðið mætti Burnley á Old Trafford.

Burnley gerði sér lítið fyrir og komst í 2-0 og var útlit fyrir að United myndi tapa sínum fyrsta leik undir Ole Gunnar Solskjær.

United sýndi þó rosalegan karakter undir lokin og jafnaði metin í 2-2 með mörkum frá Paul Pogba og Victor Lindelof.

Manchester City tapaði þá mjög óvænt gegn Newcastle. City komst yfir snemma leiks en Newcastle sneri leiknum sér í vil og vann magnaðan 2-1 sigur á meisturunum.

Arsenal vann mikilvægan sigur á Cardiff á Emirates, 2-1. Aron Einar Gunnarsson lék með Cardiff í leiknum.

Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Manchester United 2-2 Burnley
0-1 Ashley Barnes(51′)
0-2 Chris Wood(81′)
1-2 Paul Pogba(87′)
2-2 Victor Lindelof(92′)

Newcastle 2-1 Manchester City
0-1 Sergio Aguero(1′)
1-1 Salomon Rondon(66′)
2-1 Matt Ritchie(víti, 80′)

Arsenal 2-1 Cardiff
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang(víti, 66′)
2-0 Alexandre Lacazette(83′)
2-1 Nathaniel Mendez-Laing(95′)

Huddersfield 0-1 Everton
0-1 Richarlison(3′)

Fulham 4-2 Brighton
0-1 Glenn Murray(3′)
0-2 Glenn Murray(17′)
1-2 Calum Chambers(47′)
2-2 Aleksandar Mitrovic(58′)
3-2 Aleksandar Mitrovic(74′)
4-2 Luciano Vietto(79′)

Wolves 3-0 West Ham
1-0 Roman Saiss(66′)
2-0 Raul Jimenez(80′)
3-0 Raul Jimenez(86′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Í gær

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Í gær

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi