Það var boðið upp á rosalegt fjör á Englandi í kvöld en fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United hafði unnið átta leiki í röð áður en liðið mætti Burnley á Old Trafford.
Burnley gerði sér lítið fyrir og komst í 2-0 og var útlit fyrir að United myndi tapa sínum fyrsta leik undir Ole Gunnar Solskjær.
United sýndi þó rosalegan karakter undir lokin og jafnaði metin í 2-2 með mörkum frá Paul Pogba og Victor Lindelof.
Manchester City tapaði þá mjög óvænt gegn Newcastle. City komst yfir snemma leiks en Newcastle sneri leiknum sér í vil og vann magnaðan 2-1 sigur á meisturunum.
Arsenal vann mikilvægan sigur á Cardiff á Emirates, 2-1. Aron Einar Gunnarsson lék með Cardiff í leiknum.
Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Manchester United 2-2 Burnley
0-1 Ashley Barnes(51′)
0-2 Chris Wood(81′)
1-2 Paul Pogba(87′)
2-2 Victor Lindelof(92′)
Newcastle 2-1 Manchester City
0-1 Sergio Aguero(1′)
1-1 Salomon Rondon(66′)
2-1 Matt Ritchie(víti, 80′)
Arsenal 2-1 Cardiff
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang(víti, 66′)
2-0 Alexandre Lacazette(83′)
2-1 Nathaniel Mendez-Laing(95′)
Huddersfield 0-1 Everton
0-1 Richarlison(3′)
Fulham 4-2 Brighton
0-1 Glenn Murray(3′)
0-2 Glenn Murray(17′)
1-2 Calum Chambers(47′)
2-2 Aleksandar Mitrovic(58′)
3-2 Aleksandar Mitrovic(74′)
4-2 Luciano Vietto(79′)
Wolves 3-0 West Ham
1-0 Roman Saiss(66′)
2-0 Raul Jimenez(80′)
3-0 Raul Jimenez(86′)