Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United, er á förum frá félaginu ef marka má nýjustu fregnir.
Fellaini er 31 árs gamall miðjumaður en hann er í viðræðum við kínverska félagið Shandong Luneng.
Eins og flestir vita er vel borgað í Kína og mun Fellaini fá væna launahækkun ef hann skrifar undir.
Samkvæmt fregnum kvöldsins mun Fellaini fá 365 þúsund pund á viku sem þrefalt hærra en hann fær hjá United.
Fellaini fær 120 þúsund pund á viku í Manchester og myndi því fá 245 þúsund punda launahækkun.