Memphis Depay, leikmaður Lyon, er ekki að plana það að vera mjög lengi hjá félaginu.
Hann ætlar að komast í stærra lið í framtíðinni eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester United.
Memphis hefur gert vel í Frakklandi en hann er aðeins 24 ára gamall og á nóg eftir.
,,Lyon er stórt félag en það er ekki eitt af stærstu félögum Evrópu,“ sagði Memphis.
,,Ég vil spila fyrir lið eins og Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Manchester City, PSG eða Bayern Munchen.“
,,Ég vil fara í borg sem hentar mér og í félag sem hentar mér. Lið sem vill spila fótbolta.“