Það eru aðeins tveir leikmenn frá Liverpool í liði tímabilsins hingað til í ensku úrvalsdeildinni ef miðað er við tölfræði.
WhoScored birti í dag lið leiktíðarinnar til þessa en þeir sjá um að gefa öllum leikmönnum einkunnir eftir hvern leik og eru með stóran tölfræði gagnagrunn.
Liverpool og Manchester City eru að berjast um toppsætið í úrvalsdeildinni en þau fá bæði tvo fulltrúa.
Þeir Virgil van Dijk og Mohamed Salah komast í liðið frá Liverpool og þeir Fernandinho og Raheem Sterling hjá City.
Chelsea á einnig tvo fulltrúa sem og Tottenham. Paul Pogba er eini leikmaður Manchester United sem kemst í liðið.
Svona lítur liðið út.