Sjónvarpsstöðin N4 mun á morgun frumsýna fyrsta þátt í nýrri þáttarröð, Ungt fólk með krabbamein.
Í fyrsta þættinum af Ungt fólk og krabbamein verður farið yfir sögu Baldvins Rúnarssonar en hann greindist með stórt heilaæxli 19 ára gamall, hann er 25 ára í dag og tekst á við veikindin af miklu æðruleysi.
Baldvin er að þjálfa hjá Þór í fótbolta en hann þótti nokkuð efnilegur knattspyrnumaður, veikindin gerðu honum erfitt fyrir að halda þeirri iðkun áfram.
Baldvin lék með Magna í 3. deild karla árið 2014 en hann er áfram að berjast við veikindin sem gerðu fyrst vart við sig fyrir meira en fimm árum.
Hann var að hefja nám á fjórða ár við Menntaskólann á Akureyri þegar veikindin fóru að herja á hann. Baldvin fór fyrst undir hnífinn fyrir jólin árið 2013. Hann hefur tekist á við þessu alvarlega veikindi með ótrúlegu æðruleysi.
,,Ég datt bara fram fyrir mig, og skallaði skrifborðið. Sagði kennarinn mér eftir á,“ sagði Baldvin sem féll niður í kennslustund og þannig komst upp um veikindi hans.
Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.