Mauro Icardi framherji Inter og Argentínu ákvað að gleðja son sinn, Valentino all svakalega á tíu ára afmælisdaginn hans.
Icardi fékk Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og fleiri til að senda honum línu á afmælisdaginn.
Þetta klippti svo Icardi allt saman í eina magnaða kveðju en þarna voru einnig Javier Zanetti, Edinson Cavani og Samuel Eto´o.
Icardi er einn öflugasti framherji í heimi en hann hefur verið orðaður við stærri lð en Inter á síðustu mánuðum.
Kveðjuna sem Valentino fékk á tíu ára afmælisdaginn má sjá hér að neðan.