fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Tvær rútur fóru út af á Kjalarnesi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 19:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær rútur fóru út af veginum á Kjalarnesi um kvöldmatarleytið í kvöld. Að því er fram kemur á vef RÚV hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið vikjuð og lögregla, slökkvilið og sjúkralið sent á vettvang.

Í frétt RÚV kemur fram að viðbragðsaðilar hafi verið á leið í útkall vegna fyrri rútunnar þegar tilkynning um aðra rútu barst. Enginn er slasaður í fyrri rútunni en ekki liggur fyrir, þegar þetta er skrifað, hvort slys hafi orðið á farþegum hinnar rútunnar.

Veður á suðvesturhorni landsins er slæmt og má búast við því að það verði áfram slæmt fram eftir kvöldi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni klukkan rétt rúmlega 19 í kvöld kemur fram að búið sé að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr klukkan 21 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1
Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum