fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Sushisamba þarf að skipta um nafn

Töpuðu málinu fyrir Hæstarétti í dag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2016 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sushisamba ehf. er óheimilt að nota heitið sushisamba í veitingarekstri sínum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en dómur var kveðinn upp í dag. Í dómnum er úrskurður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda, sem komst að annarri niðurstöðu, felldur úr gildi.

Sushisamba ehf. þarf að greiða alþjóðlegu keðjunni Samba LLC eina og hálfa milljón króna fyrir að nota nafnið sem þeim var óheimilt að gera. Sushisamba ehf. rekur vinsælan veitingastað sem ber nafnið í miðbæ Reykjavíkur.

Þá þarf Sushisamba að greiða Samba LLC tvær milljónir króna í málskostnað fyrir héraði og í Hæstarétti.

Samba LLC í Bandaríkjunum höfðaði málið með stefnu þann 19. nóvember 2014. Héraðsdómur hafði sýknað Sushisamba ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin