fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Tveir piltar á slysadeild eftir flugeldaslys í morgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. janúar 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir piltar voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar eftir flugeldaslys í morgun.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um slysið rétt eftir klukkan 10, en slysið varð við skóla í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort piltarnir hafi slasast mikið.

Skömmu síðar var tilkynnt um tjón af völdum flugelda í skóla í miðborginni.

Þó nokkur erill hefur verið hjá lögreglu það sem af er degi. Um níu leytið var tilkynnt um eignaspjöll sem höfðu verið unnin á vinnuvél í Hafnarfirði.

Þá var tilkynnt um samkvæmishávaða frá íbúð í fjölbýlishúsið í Kópavogi, en húsráðandi lofaði að lækka eftir viðræður við lögreglu. Tilkynnt var um hávaðann klukkan sex í morgun. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið og innbrot og þjófnað úr nýbyggingararsvæði í Kópavogi.

Þá var tilkynnt um innbrot og eignaspjöll í Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Skemmdir voru unnar á rafmagnsbúnaði á byggingarsvæði í Mosfellsbæ, brotist var inn í vinnuskúra í Grafarvogi og skemmdir voru unnar á vörubifreiðum og vinnuvélum í Grafarholti og Úlfarsárdal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27