Neil Warnock, stjóri Cardiff, er brjálaður út í bæði Liverpool og Nathaniel Clyne þessa stundina.
Warnock vildi mikið fá Clyne á láni frá Liverpool og var búinn að fá samþykki frá báðum aðilum.
Svo allt í einu samdi Clyne við Bournemouth á láni í gær og er Warnock hundfúll með þessi vinnubrögð.
,,Ég er mjög óánægður með Nathaniel Clyne og Liverpool,“ sagði Warnock.
,,Að sjá það í sjónvarpinu að hann sé farinn til Bournemouth þegar það er búið að lofa mér að hann sé minn leikmaður.“
,,Að mínu mati þá er þetta til skammar og það er enginn heiður þarna.“