Alexis Sanchez sneri aftur í byrjunarlið Manchester United í dag er liðið mætti Reading í enska deildarbikarnum.
Sanchez hefur undanfarnar vikur verið að glíma við meiðsli en fékk að byrja leikinn í dag.
Sílemaðurinn spilaði 64 mínútur í þægilegum 2-0 sigri en hann lagði upp annað markið á Romelu Lukaku.
Það vakti athygli þegar Sanchez var tekinn af velli þá fékk hann sér sæti þar sem Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, situr vanalega.
Solskjær var ekki lengi að minna Sanchez á það og bað hann vinsamlegast um að færa sig neðar.
Skemmtilegt en myndband af þessu má sjá hér.
Sanchez accidentally sitting in Solskjaer’s seat ?
pic.twitter.com/rzNiJ4yfAz— DILLINGER ? (@DillanMUFC) 5 January 2019