Geir Þorsteinsson hefur staðfest framboð sitt til formanns KSÍ. Þetta gerði hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977.
Geir lét af störfum fyrir tveimur árum sem formaður KSÍ. Þá taldi hann komið gott eftir langt starf, honum hefur snúist hugur.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ í dag en hann hefur verið í starfi frá því að Geir lét af störfum.
,,Ég vil gera breytingar, við verðum að dreyfa valdinu,” sagði Geir á X977.
Guðni hefur átt í deilum við félög í efstu deildum og Geir sagður vera framboð þeirra. Geir neitaði því í viðtalinu, hann talaði þó þeirra máli í þættinum. Hann vill ekki fá inn yfirmann knattspyrnumála en talar um að laga þurfa mikið í íslenskum fótbolta.
Geir kveðst ætla að tryggja rekstrargrundvöll félaga í landinu, hann telur starf KSÍ ekki í góðum málum.
Geir var formaður í tíu ár, ársþing KSÍ fer fram 9 febrúar.