fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Arnar: Eiður má halda það að hann ráði öllu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. janúar 2019 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru í dag tilkynntir sem nýir þjálfarar íslenska U21 landsliðsins í karlaflokki.

Arnar hefur undanfarin ár starfað fyrir Lokeren í Belgíu og hefur tekið að sér ýmis störf hjá félaginu. Hann heldur því starfi áfram næstu mánuði.

Arnar og Eiður þekkjast mjög vel en þeir voru lengi samherjar í íslenska landsliðinu og voru svo saman hjá Cercle Brugge í Belgíu.

Arnar er að vonum spenntur fyrir verkefninu en hann er enn búsettur í Belgíu og er óljóst hvernig hlutirnir munu ganga fyrir sig næstu mánuði.

,,Ég er enn ekki fluttur heim, ég er ennþá í starfi í Lokeren og við erum að fara inn í erfiða törn, við erum í neðsta sæti og það eru níu leikir eftir af deildinni,“ sagði Arnar.

,,Það klárast um miðjan mars og þar á eftir skýrist svolítið mikið hvernig mánuðirnir þar á eftir verða. Ef við höldum okkur í deildinni þá er úrslitakeppni, þessi skemmtilega úrslitakeppni í Belgíu. Ef við erum neðstir þá er mótið búið.“

,,Ég er að skrifa undir samning hérna í dag og svo þurfum við að fá að spila þetta eftir hendinni næstu mánuðina. Það verður mikið auðveldara fyrir mig að fylgjast með öllum strákunum frá og með deginum í dag, þeim sem eru úti. Ég er miðsvæðis og það er auðvelt fyrir mig að ferðast út hvort sem það sé til Hollands eða til Skandinavíu eða Englands.“

,,Svo er Eiður mikið heima núna og næstu mánuðirnir fara í það að setja upp gagnabanka. Við þekkjum marga af þessum leikmönnum en ég er alveg að koma inn í þetta að utan og væri til í að sjá sem flesta stráka.“

Arnar segir að það sé planið að fá æfingaleiki áður en undankeppnin hefst í haust.

,,Það er búið að ræða það að það eru möguleikar í mars og í júní. Það væri mjög gott ef við gætum fengið tvo eða þrjá æfingaleiki, sérstaklega í júní þegar við getum verið lengur saman, í níu til tíu daga. Stefnan er sett á það.“

,,Þetta er ekki eitthvað sem hefur gerst á 2-3 dögum. Ég var ekki á leiðinni heim þannig lagað og ég var mjög spenntur eftir að hafa talað við Frey og Erik um að taka þessa leikgreiningu að mér af Belgunum, mér þótti það mjög gaman. Síðan þá hef ég verið í miklu sambandi við Guðna.“

KSÍ mun líklega ráða yfirmann knattspyrnumála á þessu ári og er Arnar hrifinn af þeirri hugmynd og gæti gefið kost á sér í starfið.

,,Bæði um U21 starfið og það sem hægt væri að gera fyrir íslenska knattspyrnu almennt. Guðni hefur talað um yfirmann knattspyrnumála og við höfum mikið rætt um hvernig það starf gæti litið út. Ég gæti komið greina þar ef þess væri óskað. Hjá Lokeren hef ég verið þjálfari varaliðsins og séð um að endurskipuleggja allt starf yngriflokka hjá Lokeren.“

,,Það er rosalega margt sem er hægt að gera fyrir íslenska knattspyrnu. Ég hef skoðað það undanfarna mánuði, hvernig það starf gæti litið út. Ef við viljum halda þeim árangri áfram sem við höfum náð undanfarin tíu ár með A landsliðið þá þurfum við að fara niður í grasrótina og bæta okkur, sérstaklega hjá félögunum.“

,,Ef við tökum sem dæmi belgíska knattspyrnusambandið þar sem ég tók mitt þjálfarapróf, þeir hafa endurskipulagt sitt starf alveg frá grunni undanfarin 15 ár sem hefur skilað sér í mjög góðum þjálfurum og ennþá betri leikmönnum. Það er margt sem á eftir að gera á Íslandi.“

,,Annað hvort erum við langt á undan eða langt á eftir því íslenska knattspyrnusambandið er eina knattspyrnusambandið sem er ekki með yfirmann knattspyrnumála og flestir klúbbar í heiminum eru líka með yfirmann knattspyrnumála. Við erum að mínu mati svolítið á eftir og það þarf að skoða þessi mál.“

,,Það er fullt sem er hægt að gera en það þarf að gera það í samstarfi við alla þjálfara og alla klúbba á Íslandi. Það þarf að ná öllum saman á Íslandi, að mínu mati utan frá Evrópu þá hef ég séð að það er svolítið mikil pólitík í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár.“

,,A-landsliðið er alltaf ábyrgð A-landsliðs þjálfara. Við sáum það bara hjá Erik gegn Belgunum úti, við spiluðum með fimm til baka og það virkaði mjög vel. Aðalatriðið er að þegar við erum að ala upp íslenska leikmenn þá byrjar það hjá klúbbunum. Það er enginn íslenskur klúbbur með akademíu til dæmis.“

,,Það að það sé erfitt fyrir Breiðablik til dæmis, að láta sína efnilegustu leikmenn vera með auka æfingar er ekki gott. Þetta er ekki skátahreyfingin, þeir sem eru góðir að spila á píanó eru líka með níu klukkutíma á viku og þeir sem eru í þessu fyrir áhugamál eru í tvo klukkutíma.“

Eiður grínaðist með það í sínu viðtali að hann myndi leyfa Arnari að halda það að hann fengi að ráða hlutunum en að hann sjálfur myndi taka allar ákvarðanirnar. Arnar fer aðeins yfir hvernig þeirra samband er.

,,Það heldur hann. Það hefur yfirleitt verið þannig í okkar sambandi, við spiluðum gegn hvor öðrum á Tommamótinu þegar við vorum níu ára og þá vann FH nú yfirleitt. Svo vorum við herbergisfélagar í landsliðinu í tíu ár og þar réði hann flestu en svo þegar hann kom til Cercle fyrir nokkrum árum þá réði ég öllu svo við þurfum að finna út úr því hvernig við gerum þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal