fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári: Þetta skref kom fyrr en ég átti von á

Victor Pálsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson voru í dag tilkynntir sem nýr þjálfara íslenska U21 landsliðsins.

Það eru spennandi verkefni framundan hjá U21 liðinu en Eiður og Arnar taka við af Eyjólfi Sverrissyni.

Eiður er sjálfur mjög spenntur fyrir verkefninu en hann er að taka að sér sitt fyrsta alvöru þjálfaraverkefni.

,,Mér líst frábærlega á þetta. Ég held að þetta skref hafi komið fyrr en ég átti von á en þegar þetta kom upp þá þurfti ég ekki langan tíma til að hugsa það,“ sagði Eiður.

,,Ég þekki Arnar Viðarsson vel og veit hvernig við erum saman og veit hvernig við hugsum um fótbolta. Við þekkjum hvorn annan það vel innan sem utan vallar. Hann er einn af fáum mönnum sem ég hefði tekið þetta verkefni að mér með.“

Það var ekki búist við að Eiður myndi fara svo snemma út í þjálfun en hann hafði áður talað um að það væri ekki planið.

,,Kannski hefur það breyst að ég hafði spilað erlendis og verið það erlendis lengi að ég vildi finna fyrir hungrinu á að þjálfa. Ég hugsa að það hafi komið á fyrsta verkefni KSÍ.“

,,Ég hef tekið að mér þjálfun í fótboltaskólum erlendis og fann fyrir miklu þakklæti þegar ég var að taka svona hluti að mér og hafði gaman að því að vera inni á vellinum hvort sem það voru krakkar eða unglingar.“

,,Við eigum mikið af spennandi leikmönnum. Ég held að sá hópur sé alltaf að stækka og breikka. Við erum með fullt af leikmönnum sem eru með þónokkra reynslu að spila fyrir U21 landsliðið, sem tóku þátt í síðustu undankeppni. Svo er ég viss um að það sé fullt af leikmönnum sem eru annað hvort að spila í Inkasso-deildinni eða Pepsi deildinni sem eru tilbúnir bæði líkamlega og andlega. Ef þeir eru að þá eiga þeir góðan möguleika á að komast í þennan hóp.“

,,Markmiðið fyrir undankeppnina, það er sett á að komast upp úr riðlinum það er klárt mál. Ég er nokkuð viss um það að við eigum nógu mikið af gæðaleikmönnum til að mynda gott lið og við þurfum að sjá til þess að við séum í baráttunni þar til á síðustu stundu að komast í lokakeppnina.“

,,Ég leyfi Arnari að halda það að hann taki ákvarðanir en svo tek ég þær bara! Við erum það léttir að við getum alveg deilt herbergi. Hvort það verði áfram eftir fyrstu tvo leikina verður að koma í ljós. Við erum fullorðnir menn í dag svo ég held að við séum ekki alveg tilbúnir í það að sofa í sama herbergi.“

Eiður var svo spurður út í syni sína sem eru efnilegir knattspyrnumenn. Andri Lucas Guðjohnsen og Daníel Stristan Guðjohnsen spila fyrir Real Madrid.

Það er ákvörðun sem kom aðeins á óvart þar sem Eiður er fyrrum leikmaður Barcelona. Hann er ekki byrjaður að hugsa um hvort Andri verði valinn í hóp undir hans stjórn eða ekki.

,,Í rauninni er það skrítið þar sem við bjuggum í Barcelona en ég held að fólk gleymi því að Andri Lucas, sem er eldri strákurinn, var aldrei í Barcelona, hann var í Espanyol. Það var okkar ákvörðun sem fjölskylda að hann færi ekki einn þangað og á endanum var það ekki svo erfitt.“

,,Ég leyfi tímanum aðeins að líða. Það verða allir með Guðjohnsen eftirnafnið í þessum hóp! Það er ekki komið upp í hugann ennþá. Við vorum að hugsa um aðra hluti fram að þessu. Varðandi liðsstjórn, hver hefur verið sjúkraþjálfari, markmannsþjálfari eða læknir liðsins.“

,,Við þurfum að setja upp æfingaleiki, við þurfum að vinna okkar vinnu gagnvart leikmönnum og hvaða leikmenn koma virkilega til greina í þennan hóp og það er ekki enn byrjað. Hvort sem það sé Andri Lucas Guðjohnsen eða einhver annar.“

,,Ef þeir hafa líkamlegan styrk, nógu mikil gæði og eru tilbúnir í þetta þá er alveg sama hversu menn eru gamlir eða hvað þeir heita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal