Enska knattspyrnusambandið biður fólk um að koma með ábendingar um hvaða enski leikmaður sé sakaður um að taka kókaín á salerni á næturklúbbi.
Ensk blöð segja að enskur landsliðsmaður hafi verið á næturklúbbi, þar hafi hann verið að fá sér kókaín. Dyraverðir voru ósáttir og skutluðu honum út af klúbbnum.
Enska sambandð getur sett leikmenn í bann ef hægt er að sanna að þeir hafi verið að nota eiturlyf.
,,Við biðjum um allar þær upplýsingar sem til eru,“ sagði talsmaður enska sambandsins.
Ekki hefur komið fram hvaða leikmaður er um að ræða en ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á feril hans, komist þetta upp.