fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Óvæntir gestir biðu Sigmundar í Kryddsíldinni: „Er þetta svona rugl? Eigðu þá blómin þín“ – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. janúar 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, mætti í Kryddsíldina á gamlársdag venju samkvæmt.

Áður en Sigmundur kom í hús biðu óvæntir gestir eftir Sigmundi í þeim tilgangi að veita honum sérstök verðlaun fyrir árið 2018. Um var að ræða þá Ólaf Sigurðsson og Leif Benediktsson, skiltakarlana svokölluðu, sem voru þarna komnir til að veita Sigmundi verðlaun fyrir að vera „spilltasti stjórnmálamaður ársins 2018“.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skiltakarlarnir veita verðlaun af þessu tagi. Í fyrra hlaut Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þennan vafasama heiður.

Af myndbandinu að dæma virðist Sigmundur hafa búist við því að vera fá viðurkenningu fyrir eitthvað annað og jákvæðara en spillingu. Þegar lesið var upp af viðurkenningarskjalinu var Sigmundur fljótur að skila blómunum. „Er þetta svona rugl? Eigðu þá blómin þín,“ heyrist Sigmundur segja.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker